Hafliði í öðru sæti á Opnunarmóti kjölbáta 2021

Hafliði í öðru sæti á Opnunarmóti kjölbáta 2021

gudrunbjork

Siglingafélagið Hafliði var stofnað 2. apríl 2021. Félagið sótti um aðild að Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar og að samþykktarferli loknu var það orðið fullgildur aðili að ÍSÍ og SÍL. Þar með gat félagið farið að keppa undir merkjum Hafliða í mótum ársins.

Félagið tók þátt í Opnunarmóti kjölbáta á Ísmolanum. Siglt var frá Reykjavík til Hafnarfjarðar, ríflega 2ja klukkustunda sigling. Einungis 30 sek skildi að fyrsta og annað sætið.

Félagið tekur einnig þátt í MBL mótaröð Brokeyjar, en sú keppni fer fram á öllum þriðjudögum í sumar.

Nk. laugardag er svo Hátíð hafsins haldin í Reykjavík og að sjálfsögðu mun Hafliði mæta á Ísmolanum og taka þátt. Keppni hefst kl. 13.

Áhöfn Ísmolans í Opnunarmóti kjölbáta 2021. Fv. Gunnar Geir Halldórsson skipstjóri, Ragnar Hilmarsson, Guðrún Björk Friðriksdóttir og Unnar Már Magnússon