Sigur á Faxaflóamóti

Sigur á Faxaflóamóti

gudrunbjork

Dagana 2.-3. júlí fór Faxaflóamótið fram í blíðskaparveðri.

Siglt var frá Reykjavíkurhöfn síðdegis á föstudegi og til baka á laugardag. Ferðin upp á Akranes gekk frekar hægt eða um þrjár klukkustundir en liðlega tvær klukkustundir tók að sigla til baka í mun skemmtilegri vindi.

Sex bátar tóku þátt í keppninni. Legginn RVK-AKRN vann Gulla Granna frá Brokey en Ísmolinn vann legginn AKRN-RVK ásamt því að ná bestum samanlöðgum árangri og því sigurvegari mótsins.

Ísmolinn var sem fyrr skipaður Gunnari Geir Halldórssyni skipstjóra, Unnari Má Magnússyni, Ragnari Hilmarssyni og Guðrúnu Björk Friðriksdóttur.